Eskiás 3, Garðabær

Við Eskiás 1-10 verða byggð níu hús með mismunandi fjölda íbúða í hverju húsi. Séreinkenni íbúðanna í Eskiási er að allar íbúðir verða með sérinngangi. Húsin mynda ferning utanum skjólgóðan inngarð og eru allar íbúðir með aðgengi eða glugga í átt að inngarðinum. Hæð húsana eru 2-3 hæðir.

Íbúðastærðir eru fjölbreyttar eða frá 70 fm til 135 fm íbúðir sem eru 2 til 5 herbergja. Geymslur eru allar innan íbúða sem eykur notkunargildi þeirra og minnkar þá sameign sem venjulega þarf að greiða fyrir í fjölbýli. Eina sameign húsins er miðlæg hjóla og vagnageymsla auk tæknirýmis. Inngangar inn í inngarðin er frá báðum langhliðum húsins.

 

Öll bílastæði við Eskiás verða ofanjarðar og sameiginleg með öllum húsunum sem eykur samnýtingu stæðanna. Gert verður sérstaklega ráð fyrir fjölda rafhleðslustæða og möguleikum til að auka fjölda þeirra þegar þörf krefur. Hönnun lóðar og bílastæða er samtvinnuð hönnun Garðabæjar á Eskiásgötunni sem er bæjargata. Þannig næst einstakur hönnunarbragur milli húsanna og lóðarinnar í kring og er gert sérstaklega ráð fyrir góðum göngustígum og gróðri í kringum húsin í Eskiási. Aðgengi frá Eskiás verður bæði frá Stórásnum og Ásabraut og því hægt að velja í raun 3 leiðir yfir á stofnbrautirnar í kring.

Í hönnun íbúðanna er lagt upp með góðri gluggastærðum og eru margar íbúðanna með aukinni lofthæð allt að 4 metrum og gluggum upp alla lofthæðina. Húsin verða öll klædd með viðhaldslitlum klæðningum sem gefa munu húsunum einstakan stíl.

Skilalýsing
Sækja skilalýsingu
Myndir
Hafðu samband til að fá frekari upplýsingar eða bóka skoðun
Aron Freyr Eiríksson
Eigandi / Löggiltur fasteignasali / Leigumiðlari
SJÁ NÁNAR
Eiríkur Svanur Sigfússon
Eigandi / Löggiltur fasteignasali / Leigumiðlari
SJÁ NÁNAR
Svala Haraldsdóttir
Löggiltur fasteignasali
SJÁ NÁNAR
Stefán Rafn Sigurmannsson
Löggiltur fasteignasali
SJÁ NÁNAR