Fallegt og góð staðsetning nýlegu sumarhúsi, byggt 2016, rétt við Flúðir í landi Ásatún við Langholtsfjall, frábært útsýni. Húsið er skráð 116,9 fm að stærð, allt á einni hæð, gólfhiti er í húsinu nema það eru ofnar í herbergjum.
Nánari lýsing: Forsofa/hol/gangur, fjögur herbergi, baðherbergi með sturtu og innréttingu, stofa með útgang út á verönd, ca. 70 fm, lagt er fyrir heitan pott, eldhúsið er opið í stofuna, þvottahús/geymsla innaf forstofunni. Húsið er úr steyptum eigningum, klætt með bárujárni og timburklæðningu. Leigulóð, stærð 5.275 fm, leiguverð 2018 er kr. 110.000, leigusamningur til 20131. Stutt í margskonar þjónustu s.s. verslanir þ.m.t. ÁTVR, nokkrir golfvellir rétt hjá og margt fleira.
Virkilega fallegt sumarhús á góðum stað.
Nánari upplýsingar veitir Eiríkur Svanur Sigfússon löggiltur fasteignasali í s. 862-3377 / eirikur@as.is