Skipasund 26, Selfoss

29.900.000 Kr.


Sumarhús
93,8 m2
4 herbergja
Sérinngangur
Herbergi 4
Stofur 1
Baðherbergi 1
Svefnherbergi 3
Ásett verð 29.900.000 Kr.
Fasteignamat 23.405.000 Kr.
Brunabótamat 31.900.000 Kr.
Byggingaár 2011

Lýsing


Glæsilegt nýlegt (Byggt 2011) 93,8 fm sumarhús á einni hæð með þremur svefnherbergjum við Skipasund 26 í Hraunborgum í Grímsnesinu. 

Mögulegt er að fá nánast allt innbú með.Nánari lýsing: 
Forstofa með lausum skáp. Gangur innaf forstofu. Þrjú svefnherbergi. Baðherbergi með sturtuklefa, stæði fyrir þvottavél, hvít viðarinnrétting, flísar á gólfi og veggjum, útgengt á sólpall. Stofa og eldhús í björtu alrými, útgengt á sólpall. Eldhúsið er með hvítri viðarinnréttingu, ofn, helluborð og vifta, stæði fyrir uppþvottavél.

Eignin er öll flísalögð og með gólfhita. Glæsilegur sólpallur umliggur húsið, heitur pottur og einnig er búið að gera góðan grasflöt. 

Lóðin er leigulóð. Gólfhiti er í öllu húsinu, stilling í hverju herbergi og alrýminu (Einnig eru rafmagnsofnar sem þó eru ekki notaðir nema mikið frost sé úti). Heitt og kalt vatn komið. Heitur pottur. 

Góður geymsluskúr er á pallinum.Á svæðinu er sundlaug, minigolf, 9 holu golfvöllur í göngufæri, einnig er stutt í Kiðjabergsgolfvöllinn sem er 18 holu völlur.Nánari upplýsingar veita sölumenn Ás fasteignasölu í s. 520-2600 / as@as.is

 

Ás fasteignasala er rótgróið fyrirtæki staðsett að Fjarðargötu 17 í Hafnarfirði, stofnað árið 1988. Hjá Ás fasteignasölu starfa 6 starfsmenn með yfir 100 ára samanlagða reynslu af fasteignamarkaðinum, þar af 4 löggiltir fasteignasalar og 2 löggiltir leigumiðlarar.www.facebook.com/asfasteignasala

www.as.is

Kort