Laxárbakki 133656, Akranes

195.000.000 Kr.


Atvinnuhúsnæði
0 m2
herbergja
Herbergi
Stofur
Baðherbergi
Svefnherbergi
Ásett verð 195.000.000 Kr.
Fasteignamat 117.195.000 Kr.
Brunabótamat 294.875.000 Kr.
Byggingaár

Lýsing


Ferðaþjónustan Laxárbakki í Hvalfjarðarsveit, 301 Akranesi.

Laxárbakki er lítið ferðaþjónustu fyrirtæki sem býður upp á gistingu og veitingar allt árið.  Laxárbakki er staðsettur í Hvalfirði á bökkum “Laxár”.  Hann er vel staðsettur við þjóðveg 1, aðeins 12 km frá Akranesi og 17 km frá Borganesi. Laxárbakki er tilvalin bækistöð fyrir frekari ferðalög um Vesturlandið, auk þess sem nánasta nágrenni býður upp á ótalmarga spennandi möguleika fyrir ferða- og útivistarfólk. Stutt er á alla helstu ferðamannastaði á suðvesturlandi eins og Húsafell, Langjökul, Þingvelli, Hvalfjörð og Snæfellsnes. Einstakt fuglalíf er á staðnum og mikið er af góðum gönguleiðum eins og Akrafjall, Hafnarfjall, Skarðsheiði, Skessuhorn, Síldarmannagötur, Glymur o.fl.  Mjög góð aðstaða er í veislusalnum fyrir fermingar, giftingar, ættarmót, hópefli, gönguhópa, hestahópa og aðra hópa. Laxárbakki er einnig frábær staður fyrir aðdáendur norðurljósa því þar skapast oft mjög góð skilyrði til að njóta fegurðar þeirra.

Ferðaþjónustan á Laxárbakka býður upp á gistingu í 12 glæsilegum studióíbúðum fyrir allt að 31 manns og 6 svefnherbergi í gistihúsi fyrir allt að 14 manns. Stór veitingarstaður er á staðnum sem tekur allt að 100 manns í sæti. Heimasíða Laxárbakka er: http://www.laxarbakki.is

Lýsing á eigninni:

Eignin er samkvæmt fasteignaskránni um 1.1489 m2 og saman stendur af;

ÍBÚÐIR:

12 glæsilegar íbúðir sem eru í tveim aðskildum einingum/álmum þar sem rými er fyrir allt að 31 manns í gistingu.

Í annari einingunni/álmunni eru 9 íbúðir sem staðsettar eru við hliðina á veitingarstaðnum. Hver íbúð er á bilinu 35-40 m2 af stærð. Gengið er inní einungina/álmuna í gegnum sameiginlega flísalagða forstofu. Flísalagður gangur tekur síðan þar við þar sem gengið er inn í hverja íbúð. Við enda gangs er hurð út á sameiginlega stóra verönd með heitum potti og gufubaði. Dyrasímakerfi er við íbúðirnar . Á ganginum er sameiginlegt flísalagt þvottahús með hvítum skápum og vöskum og í þessari sameign eru einnig fimm flísalagðar geymslur. Allar íbúðirnar eru með sér svölum þar sem hægt er að dáðst af fallegu landslaginu allt í kring og eru íbúðirnar merktar frá númer 201 til 209.  Í öllum íbúðunum eru eldhúsinnréttingar úr ljósri viðarinnréttingu með helluborði, ofni og góðum ísskápum, borðkrók, stofu og svefnaðstöðu. Sér baðherbergi eru í hverri íbúð ásamt baðherbergisinnréttinu, handklæðaofnum, salerni og sturtuklefum. Stórir fataskápar eru í hverri íbúð og útgangur út á svalir.

Í hinni einunginni/álmunni eru 3 íbúðir (íbúðir 210, 211, 212) sem staðsettar eru neðan til við veitingarstaðinn í áttina að ánni. Stærð hverrar íbúðar er á bilinu 40-45 m2. Sér inngangur er beint inn í þær íbúðir. Gengið er beint inn í flísalagðan gang í íbúðunum þar sem rúmgóðir fataskápar eru. Baðherbergi eru í hverri íbúð ásamt baðherbergisinnréttingu, handklæðaofnum, salerni, sturtuklefum og þvottavélaaðstaða. Íbúðirnar eru allar flísalagðar með hurð út á verönd sem snýr í suður.  Eldhúsinnréttingar eru í öllum íbúðunum úr ljósum við með helluborðum, ofnum og góðum ísskápum ásamt borðkrók, stofu og svefnaðstöðu. Stórir fataskápar eru í hverri íbúð.

Gólfhiti er í öllum íbúðunum nema íbúð nr. 206, 207-208 og 209 en þar eru ofnar.

GISTIHEIMILI

Gistiheimili (Starfsmannahús), Stærð 161.5 m2. Gistiheimilið er staðsett í beinu framhaldi af íbúðarhúsinu.  Þar inni eru 6 svefnherbergi fyrir allt að 14 manns í gistingu.  Sameiginlegt rúmgott eldhús er fyrir þá sem gista þar ásamt setustofu. Tvö baðherbergi með salerni og sturtu eru einnig gistiheimilinu.

VEITINGARHÚS

Veitingarhús (351.8 m2) er rekið í sama húsi og allar íbúðirnar og er sér inngangur þangað inn. Veitingarhúsið samanstendur af stórum veislusal sem er bæði teppalagður og parketlagaður að hluta. Móttaka ferðaþjónustunnar er í andyri  veislusalsins.  Í hinum endanum er bar, sjónvarpskrókur og aðstaða fyrir skjávarpa. Handverksmarkaður er hægra megin inn af veislusalnum. Stórt iðnaðar eldhús er vinsta megin inn af veislusalnum. Eldhúsið er flísalagt með hvítum innréttingum, iðnaðareldavél og stórum og góðum ofni. Búr er inn af eldhúsinu og baðherbergi með salerni og sturtu fyrir starfsfólk.  Geymslur og kalt búr eru einnig í þessari einingu og sér rúmgóður inngangur fyrir starfsfólk.

EINBÝLISHÚS EIGANDA

Einbýlishús 114.4 m2 sem samanstendur af eldhúsi og stofu sem flísalagt er með náttúrulegum flísum, arinn er í stofunni og gluggar ná niður að gólfi enda náttúrufegurð mikil.  Gengið er beint út frá stofunni út á stóra viðarverönd sem nær hálfan hringinn kringum húsið. Heitur pottur er í einu horni verandarinnar. Rúmgott flísalagt baðherbergi  með hvítri þvottahúsinnréttingu og sturtuklefa.  Eldhúsinnrétting er hvít/háglans með svartri granítborðplötum og góðu skápaplássi, eldavélaeyja með spanhellu og ofni, uppvöskunarvél og innbyggðum ísskáp. Svefnherbergi með góðum fataskápum, sjónvarpsherbergi og sólstofa þar sem gengið er inn í húsið. Út frá sjónvarpsherberginu koma síðan tvö önnur svefnherbergi.  Öll svefnherbergin eru parketlögð. Gólfhiti er í sofu, eldhúsi og baðherbergi og eru þau flísalögð ásamt sjónvarpsholinu og sólstofunni.

AÐRAR EIGNIR

Sumarbústaður (Þjónustuhús).  40.5 m2. Komið er inn í lítinn flísalagðan gang. Þar inn af er flísalagt baðherbergi með lítilli innréttingu, salerni, vaski  sturtuklefa og handklæðaofni.  Eitt herbergi er í sumarbúsaðnum og er það parketlagt. Eldhús er sameiginlegt við stofuna og er það rými parketlagt. Eldhúsinnrétting er hvít með eldavél, ofni og góðum ísskáp. Gengið er út frá stofunni beint út á timbur verönd sem er allt í kringum bústaðinn. Gólfhiti er í öllu rýminu.

Lítil íbúð, staðsett sömu megin og gistiheimilið/starfsmannahúsið. (Skilgreint sem “Geymsla” í Fasteignaskrá). 31.1 m2 og er íbúðin búin til úr stórum gám sem er búið að breyta í litla íbúð.  Þar inni er eldhús- og svefnaðstaða, ásamt salerni og sturtu.

Bílskúr og geymslur (skilgreind sem Geymsla í Fasteignaskrá). Stærð 17.9 m2. Gengið inn að neðanverðu (næst ánni).

Lítil íbúð, staðsett á milli einbýlishúsins og sumarbústaðarins. Íbúðin er búin til úr tveimur samliggjandi gámum sem er búið að breyta í litla íbúð. Í íbúðinni er eldhús- og svefnaðstaða, ásamt salerni og sturtu.

Sánarbað og sturtuaðstaða við hliðina á heita pottinum. Einingin er útbúin úr gámi.



Allar nánari upplýsingar hjá Eiríki Svani Sigfússyni löggiltum fasteignasala í síma 862-3377.



Ás fasteignasala er rótgróið fyrirtæki staðsett að Fjarðargötu 17 í Hafnarfirði, stofnað árið 1988. Hjá Ás fasteignasölu starfa 6 starfsmenn með yfir 100 ára samanlagða reynslu af fasteignamarkaðinum, þar af 4 löggiltir fasteignasalar og 2 löggiltir leigumiðlarar.



Opið frá kl. 9 - 17 alla virka daga og í s. 772-7376 utan opnunartíma skrifstofu.

www.facebook.com/asfasteignasala

www.as.is


 







 

Kort






Sölumaður

Eiríkur Svanur Sigfússon



Lögg. fasteignasali & lögg. leigumiðlari
Netfang: eirikur@as.is
Sími: 862-3377

Senda fyrirspurn um

Laxárbakki 133656